Fréttir


27.6.2014

Suðvesturlínur - endurskoðun matsskýrslu

Í lok nóvember 2013 barst Skipulagsstofnun erindi frá landeigendum tiltekinna jarða á Vatnsleysuströnd, þar sem þeir óskuðu eftir endurskoðun matsskýrslu Landsnets um Suðurnesjalínu 2 sem er einn hluti áforma fyrirtækisins um lagningu Suðvesturlína. Matsskýrslunni var skilað til Skipulagsstofnunar í ágúst 2009 og lá álit stofnunarinnar um mat á umhverfisáhrifum fyrir í september sama ár.

Umrædd beiðni byggist á 2. mgr. 12. gr. laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum, 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og óskráðri almennri heimild stjórnvalda til endurupptöku mála. Eftir að hafa leitað umsagnar framkvæmdaraðila um erindið og gefið málshefjendum möguleika til andmæla tilkynnti Skipulagsstofnun málshefjendum 23. júní síðastliðinn að beiðni um endurskoðun matsskýrslunnar væri hafnað.

Þetta er í fyrsta sinn sem reynir á hvort endurskoða skuli matsskýrslu þegar innan við 10 ár eru liðin frá því að umhverfismat fór fram, en samkvæmt 12. grein laga um mat á umhverfisáhrifum skal leyfisveitandi leita eftir ákvörðun Skipulagsstofnunar um það hvort endurskoða þurfi matsskýrslu, ef 10 ár eru liðin frá því að umhverfismatið fór fram.


Ákvörðunin var kynnt viðkomandi landeigendum 23. júní, en jafnframt birt með opinberri auglýsingu 27. júní.  Ákvörðunina má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur til 28. júlí 2014.

Ákvörðun Skipulagsstofnunar