Fréttir


  • Vegur í náttúru Íslands

24.6.2020

Nýjar leiðbeiningar um skráningu vega í náttúru Íslands

Út eru komnar leiðbeiningar um hvernig standa skal að skráningu vega í náttúru Íslands annarra en þjóðvega. Lengi hefur ríkt óvissa um vegakerfi í óbyggðum, þ.e. hvaða leiðir er heimilt að aka, hvar er um að ræða utanvegaakstur og hver tekur ákvarðanir um slíkt vegakerfi. Með náttúruverndarlögum sem tóku gildi árið 2015 og reglugerð sem sett var á grundvelli þeirra árið 2018 hefur verið fest umgjörð um það hvernig standa skal að ákvörðunum um vegakerfi í náttúru Íslands, þ.e. um aðrar ökuleiðir utan byggða en þær sem tilheyra þjóðvegakerfinu. Leiðbeiningarnar fylgja eftir ákvæðum náttúruverndarlaga og skýra nánar hvernig standa skal að gerð vegaskrárinnar, en það eru sveitarstjórnir sem bera ábyrgð á gerð hennar og skal hún unnin samhliða gerð aðalskipulags eða eftir atvikum svæðisskipulags.

Vegir í náttúru Íslands - um gerð vegaskrár og högun og skil á gögnum