Fréttir


  • Mynd af skipuriti Skipulagsstofnunar 2019

4.11.2019

Nýtt skipurit Skipulagsstofnunar

Nú í byrjun nóvember tók gildi nýtt skipurit hjá Skipulagsstofnun. Unnið hefur verið að endurskoðun á skipulagi innra starfs stofnunarinnar undanfarna mánuði til að fylgja eftir stefnu stofnunarinnar fyrir tímabilið 2019-2023, sem lá fyrir snemma árs. Árið 2014 var síðast kynnt nýtt skipurit á Skipulagsstofnun sem fól í sér talsverðar breytingar frá fyrra skipulagi. Þær breytingar sem gerðar eru nú byggja á grunni skipuritsins frá 2014 og fela í sér þróun þess í ljósi reynslu og nýrra viðfangsefna.

Í nýju skipuriti er skilgreint nýtt teymi landupplýsinga, sem endurspeglar aukinn hlut landupplýsinga, kortagerðar og stafræns skipulags í starfsemi stofnunarinnar. Þá eru skilgreind störf verkefnastjóra kynningarmála og hafskipulags, sem báðir eru staðsettir á sviði stefnumótunar og þróunar, sem endurspeglar áherslu stofnunarinnar á miðlun upplýsinga annarsvegar og á þróun skipulagsgerðar á haf- og strandsvæðum hinsvegar.

Með nýju skipuriti eru jafnframt endurskoðaðar starfslýsingar alls starfsfólks auk þess sem nokkrir starfsmenn takast á við ný ábyrgðar- og verkefnasvið.

Heildarmarkmið breytinganna er að stofnunin geti rækt hlutverk sitt sem best, sem er að sinna stefnumótun, stjórnsýslu og miðlun upplýsinga og fagþekkingar um skipulag og umhverfismat með gæði byggðar og sjálfbæra landnýtingu að leiðarljósi.

Stefna Skipulagsstofnunar 2019-2023 

Nýtt skipurit Skipulagsstofnunar 

Starfsfólk Skipulagsstofnunar