Fréttir


  • Auglýsing fylgstu með - hafðu áhrif

1.6.2023

Skipulagsgátt er opin

Skipulagsgátt er nýjung við skipulagsgerð, umhverfismat og framkvæmdaleyfisveitingar. Í gáttinni verða aðgengilegar á einum stað allar skipulagstillögur, umhverfismat og framkvæmdaleyfi sem eru til kynningar á landinu hverju sinni, frá upphafi hvers ferils til enda. 

Frá 1. júní munu öll mál sem varða skipulagsáætlanir, umhverfismat og útgáfu framkvæmdaleyfa verða birt í Skipulagsgátt. Gáttin opnaði 1. maí og hafa fyrstu mál til kynningar þegar verið birt þar en maímánuður var nýttur til innleiðingar, kynningar og fræðslu.

Hvernig getur Skipulagsgátt nýst mér?

Í Skipulagsgátt getur þú:

  • Skoðað öll mál sem eru til kynningar hverju sinni og náð í gögn.
  • Gert athugasemdir við mál á kynningartíma þeirra.
  • Gerst áskrifandi og fengið tilkynningar um ný mál eða uppfærslur mála í gáttinni eftir þeim málaflokkum eða staðsetningu sem hentar þér.

Skoðaðu þig um í Skipulagsgáttinni: https://skipulagsgatt.is/

Ertu með fyrirspurn?

Hafir þú fyrirspurn um Skipulagsgátt er tekið á móti þeim í gegnum netfangið skipulagsgatt@skipulag.is.