Fréttir


 • Lógó Skipulagsstofnunar

27.3.2020

Sérfræðingar - Störf við skipulag og umhverfismat

Skipulagsstofnun óskar eftir að ráða sérfræðinga til starfa við fjölbreytt verkefni í skipulagsmálum og/eða umhverfismati. 

Leitað er að einstaklingum sem hafa áhuga á að takast á við fjölbreytt verkefni og getu til að leysa verk á eigin spýtur og í samstarfi við aðra. Um 100% starf er að ræða.

Helstu verkefni

 • Mat á umhverfisáhrifum. Í því felst vinna að ákvörðunum og álitum stofnunarinnar um einstakar framkvæmdir ásamt leiðbeiningum og ráðgjöf.
 • Skipulagsgerð sveitarfélaga. Í því felst að vinna að leiðbeiningum til sveitarfélaga og afgreiðslu skipulagstillagna sveitarfélaga.
 • Þátttaka í vinnu við þróun laga og reglugerða á sviði skipulagsmála og umhverfismats.
 • Ýmis verkefni við stefnumótun, miðlun, leiðbeiningar og kynningarmál um skipulagsmál og umhverfismat.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Meistarapróf sem nýtist í starfi.
 • Þekking eða reynsla sem nýtist í starfi, svo sem af skipulagsgerð, umhverfismati og stefnumótun.
 • Þekking á opinberri stjórnsýslu.
 • Hæfni til að hagnýta þekkingu og reynslu í ólíkum verkefnum.
 • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri.
 • Færni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót.
 • Nákvæmni og ögun í vinnubrögðum.
 • Gott vald á íslensku í ræðu og riti.
 • Góð enskukunnátta.


Laun eru samkvæmt kjarasamningi ríkisins og hlutaðeigandi stéttarfélags. Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.

Æskilegt er að starfsmaðurinn geti hafið störf sem fyrst. Gert er ráð fyrir að gagnkvæmur reynslutími sé sex mánuðir frá ráðningu.

Umsóknarfrestur um starfið er til og með 14. apríl 2020

Umsækjendur eru beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent, www.capacent.is. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Nánari upplýsingar veita Auður Bjarnadóttir (audur.bjarnadottir@capacent.is) og Jakobína H. Árnadóttir (jakobina.arnadottir@capapcent.is) hjá Capacent ráðningum.

Skipulagsstofnun sinnir stefnumótun, stjórnsýslu og leiðbeiningum um skipulag og framkvæmdir með sjálfbæra nýtingu auðlinda og vandaða byggð að leiðarljósi. Stofnunin vinnur í víðtæku samráði við sveitarfélög, önnur stjórnvöld og hagsmunaaðila.

Skipulagsstofnun starfar á grundvelli skipulagslaga, laga um skipulag haf- og strandsvæða, laga um mat á umhverfisáhrifum og laga um umhverfismat áætlana og heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið.

Hjá stofnuninni ríkir góður starfsandi og í boði er góð starfsaðstaða.