Fréttir


  • 247256407_5077308705631350_31505126085858583_n

15.11.2021

Skipulagsdagurinn - glærur og upptökur

Skipulag fyrir nýja tíma

Skipulagsdagurinn, árleg ráðstefna um stöðu og þróun skipulagsmála, sem Skipulagsstofnun stendur fyrir í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, fór fram 12. nóvember síðastliðinn í Salnum í Kópavogi. Ráðstefnan var vel sótt, af bæði gestum í sal og í streymi og var góður rómur gerður að dagskrá og einstökum framlögum. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár var Skipulag fyrir nýja tíma - þar sem loftslagsmál, sjálfbær og aðlaðandi byggð og aðlögun skipulags gagnvart loftslagsbreytingum og náttúruvá voru í forgrunni.

Glærur frummælenda og upptökur af erindum þeirra eru nú aðgengilegar á vef Skipulagsstofnunar, sjá hlekki við nöfn í dagskrá.

Á næstu dögum og vikum verður fjallað um einstök erindi sem flutt voru á ráðstefnunni í fréttum á vef Skipulagsstofnunar. 


Fylgt úr hlaði

Umhverfi okkar og ímyndunaraflið
Sverrir Norland, rithöfundur

Ávarp forstjóra Skipulagsstofnunar, Ásdísar Hlakkar Theodórsdóttur
Ávarp formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, Aldísar Hafsteinsdóttur - Glærur

Aðlaðandi og sjálfbær byggð

New European Bauhaus
Ruth Reichstein, ráðgjafi á skrifstofu forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins - Glærur  Upptaka
Áherslur New European Bauhaus í íslensku samhengi
Hildigunnur Sverrisdóttir, Listaháskóla Íslands - Glærur  Upptaka
Vistvænn og grænn nýi Skerjafjörður
Rebekka Guðmundsdóttir, Reykjavíkurborg - Glærur  Upptaka
Deiliskipulagstillaga, Ráðhústorg og umhverfi, Hafnarfirði – Reitur 1
Þorsteinn Helgason, ASK arkitektum - Glærur  Upptaka
Byggt inn í náttúru í Hveragerði
Þráinn Hauksson, Landslagi - Glærur  Upptaka
Stígar í vetrarborg
Anna Kristín Guðmundsdóttir, Teiknistofu Norðurlands - Glærur  Upptaka
Borgarskipulag og samgönguvenjur á Höfuðborgarsvæðinu
Harpa Stefánsdóttir, Norska lífvísindaháskólanum (NMBU) - Glærur  Upptaka


Skipulag og aðlögun fyrir breytta tíma

Aðlögun og loftslagsþjónusta á Íslandi
Anna Hulda Ólafsdóttir, skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar, Veðurstofu Íslands - Glærur  Upptaka
Skipulag og aðlögun: að búa okkur undir það sem við vitum – og vitum ekki – um framtíðina
Birna Björk Árnadóttir, Skipulagsstofnun - Glærur  Upptaka
Áskoranir skipulagsyfirvalda hopun jökla
Brynja Dögg Ingólfsdóttir, Sveitarfélaginu Hornafirði - Glærur  Upptaka
Þegar allt gerist í einu - Skipulagsáskoranir í kjölfar náttúruhamfara
Stefán Bogi Sveinsson, Múlaþingi - Glærur  Upptaka
Grænn og heilsuvænn Grundarfjörður
Björg Ágústsdóttir, Grundarfjarðarbæ - Glærur  Upptaka