Fréttir


  • Dreamstime_m_165732683

5.9.2023

Skipulagsdagurinn verður 19. október

Skipulagsdagurinn, árlegt málþing Skipulagsstofnunar og Sambands íslenskra sveitarfélaga um skipulagsmál, verður þann 19. október næstkomandi. Að þessu sinni verður Skipulagsdagurinn í Grósku – hugmyndahúsi við Bjargargötu 1 í Reykjavík og stendur hann yfir frá 9 að morgni til 16 síðdegis. Við hvetjum fagfólk sem og aðra áhugasama aðila um skipulags-og umhverfismál til að taka daginn frá – en nánari dagskrá verður auglýst innan tíðar.