Fréttir


  • Mannlif_byggd_bbaejarrymi

19.4.2024

Skipulagsstofnun tekur þátt í HönnunarMars

Skipulagsstofnun tekur þátt í HönnunarMars 2024, hátíð hönnunar og arkitektúrs á Íslandi, í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi, dagana 24.-28. apríl, í samstarfi við Samtök sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.

Nýjar leiðbeiningar, Mannlíf, byggð og bæjarrými, sem Skipulagsstofnun og Samtök sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu stóðu sameiginlega að, verða miðdepill viðburðarins. Markmiðið er að glæða leiðbeiningarnar lífi og miðla þeim á gagnvirkan hátt þar sem gestir og gangandi, börn og fullorðnir, geta verið þátttakendur. Á sýningunni verður m.a. gerð tilraun til að sýna hvernig við nýtum göturými frá degi til dag og hvernig við getum gert göturnar okkar líflegri og skemmtilegri, hvort heldur til að ferðast um eða til að dvelja á.

Hér má nálgast frekari upplýsingar um sýninguna á facebook og hér má nálgast frekari upplýsingar um HönnunarMars 2024