Fréttir


  • Blágrænar ofanvatnslausnir

16.2.2017

Skýrsla um blágrænar ofanvatnslausnir

Rannsóknar- og þróunarsjóður Skipulagsstofnunar

Út er komin skýrslan "Blágrænar ofanvatnslausnir - Innleiðing við íslenskar aðstæður. Skýrslan er unnin af Alta ehf. en verkefnið hlaut styrk úr Rannsóknar- og þróunarsjóði Skipulagsstofnunar.

Ritinu er ætlað að gefa yfirsýn yfir blágrænar ofanvatnslausnir og tækifæri sem tengjast notkun þeirra. Ritið er einnig leiðbeinandi fyrir skipulagshönnuði, sérfræðinga í fráveitumálum og aðra sem vilja hefja fyrstu skrefin við innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna.