• Sporðöldulón

25.5.2020

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Ásahrepps vegna efnistöku við Sporðöldulón

Skipulagsstofnun staðfesti 22. maí 2020 breytingu á Aðalskipulagi Ásahrepps 2010-2022 sem samþykkt var í sveitarstjórn 15. apríl 2020.

Í breytingunni felst að núverandi iðnaðarsvæði sunnan stíflu við Sporðöldulón, þar sem áður voru vinnubúðir, minnkar um 0,5 ha og í staðinn er þar afmarkað efnistökusvæði E16. Efnismagn er allt að 10.000m3 og efnistökusvæðið allt að 0,5 ha að stærð.

Málsmeðferð var samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.