Fréttir


6.6.2023

Staðfesting á aðalskipulagi fyrrum Þingeyjarsveitar vegna jarðstrengs frá Þeistareykjum að Kópaskerslínu I

Skipulagsstofnun staðfesti, 5. júní 2023, breytingu á Aðalskipulagi fyrrum Þingeyjarsveitar 2010-2022 sem samþykkt var í sveitarstjórn 27. apríl 2023.

Í breytingunni felst lagning 7,8 km jarðstrengs, þar af 7,5 km innan sveitarfélagsmarka Þingeyjarsveitar, frá tengivirki við Þeistareyki til norðurs að sveitarfélagamörkum í átt að Kópaskerslínu I. Jarðstrengurinn verður lagður í vegkanti gamla Þeistareykjavegarins.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.