Fréttir


29.1.2018

Staðfesting á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar, virkjun í Birnudal í Suðursveit

Skipulagsstofnun staðfesti þann 26. janúar 2018 breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030, sem samþykkt var í bæjarstjórn 14. desember 2017. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir iðnaðarsvæði fyrir allt að 950 kW rennslisvirkjun í Birnudal í Suðursveit.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.