Fréttir


19.10.2022

Staðfesting á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagastrandar 2019-2035

Skipulagsstofnun staðfesti 4. október 2022 Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagastrandar 2019-2035 og skrá yfir vegi í náttúru Íslands, sem samþykkt var í sveitarstjórn 1. júlí 2022.

Um er að ræða endurskoðun á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagastrandar 2010-2022 sem fellur úr gildi við gildistöku hins nýja aðalskipulags.

Málsmeðferð var samkvæmt 30. - 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagið á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar það hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.