Fréttir


  • Aðalskipulag Vesturbyggðar 2018-2035

13.12.2021

Staðfesting á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035

Skipulagsstofnun staðfesti, 10. desember 2021, Aðalskipulag Vesturbyggðar 2018-2035 og skrá yfir vegi í náttúru Íslands sem samþykkt voru í bæjarstjórn 25. nóvember 2021. Við gildistöku aðalskipulagsins fellur úr gildi Aðalskipulag Vesturbyggðar 2006-2018 ásamt síðari breytingum.

Málsmeðferð var samkvæmt 30. - 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagið á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar það hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda