Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Akraness vegna breyttra marka iðnaðarsvæðis í Flóahverfi
Skipulagsstofnun staðfesti 10. desember 2021 óverulega breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 sem samþykkt var í sveitarstjórn 9. nóvember 2021.
Í breytingunni felst að mörkum og gróðurbeltum umhverfis iðnaðarsvæði I-5 er breytt. Stofnstíg er breytt og dælustöð fráveitu (I-14) er merkt á uppdrátt við suðvesturhorn Flóahverfis.
Málsmeðferð var samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda