Fréttir


24.6.2019

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Akraness vegna miðsvæðis (M2)

Skipulagsstofnun staðfesti, 19. júní 2019, breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 sem samþykkt var í bæjarstjórn 28. maí 2019.

Breytingin felst í breyttum skipulagsákvæðum um bílastæði á miðsvæði M2 á Akranesi, sem nær frá Akratorgi um Kirkjubraut að Stillholti, vegna áforma um aukinn þéttleika byggðar.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.