14.11.2017

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Akraness vegna miðsvæðis við Dalbraut

Skipulagsstofnun staðfesti þann 10. nóvember 2017 breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017, sem samþykkt var í bæjarstjórn 10. október 2017.

Í breytingunni felst stækkun miðsvæðis M4 til norðurs um 0,75 ha (verður 3,05 ha) og minnkar svæði blandaðrar landnotkunar S8/V6/A7 að sama skapi. Á svæðinu er gert ráð fyrir miðbæjarstarfsemi auk þess sem heimilt er að koma fyrir allt að 265 íbúðum.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

 

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar hún hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.