Fréttir


26.1.2023

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Akureyrar vegna Hafnarstrætis 16, stækkun íbúðarbyggðar

Skipulagsstofnun staðfesti, 25. janúar 2023, breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem samþykkt var í bæjarstjórn 20. desember 2022.

Í breytingunni felst að íbúðarbyggð (ÍB1) stækkar um 0,05 ha sunnan lóðar við Hafnarstræti 16 og óbyggt svæði (ÓB2) minnkar sem stækkuninni nemur.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.