Fréttir


  • Krókeyri

23.4.2021

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Akureyrar vegna Krókeyrar

Skipulagsstofnun staðfesti 23. apríl 2021 óverulega breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem samþykkt var í bæjarstjórn 17. nóvember 2020.

Um er að ræða breytingu á ákvæðum svæðis fyrir samfélagsþjónustu merkt S1, Krókeyri. Fellt er út skilyrði um að svæðið verði eingöngu fyrir safnastarfsemi heldur verði þar safnasvæði og önnur samfélagsþjónusta.

Málsmeðferð var samkvæmt 2. mgr. 36. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.