Fréttir


15.7.2021

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Árborgar vegna Árbakka, Selfossi, íbúðarbyggð og samfélagsþjónusta

Skipulagsstofnun staðfesti 14. júlí 2021 breytingu á Aðalskipulagi Árborgar 2010-2030 sem samþykkt var í bæjarstjórn 28. apríl 2021.

Í breytingunni felst stækkun íbúðarbyggðar úr 9,3 ha í 19,5 ha og samsvarandi minnkun iðnaðarsvæðis og opins svæðis til sérstakra nota. Svæði fyrir samfélagsþjónustu er fært inn á miðbik svæðisins, tenging Laugardælavegar inn á svæðið færist austur að hringtorgi á Suðurlandsvegi, aðkoma frá Árvegi verður á móts við Hörðuvelli og gerð er lítilsháttar breyting á sveitarfélagamörkum milli Árborgar og Flóahrepps.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.