Fréttir


21.9.2016

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps, Laugarás, Bláskógabyggð

Skipulagsstofnun staðfesti þann 25. ágúst 2016 breytingu á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps, sem samþykkt var í byggðarráði Bláskógabyggðar 27. júlí 2016.

Í breytingunni felst að verslunar- og þjónustusvæði Iðufells í Laugarási er stækkað á kostnað íbúðarsvæðis. Á 4 ha verslunar- og þjónustusvæði er gert ráð fyrir hóteli auk ýmis konar þjónustu fyrir ferðamenn og aðstöðu fyrir starfsfólk en á 1 ha íbúðarsvæði verður lágreist íbúðarbyggð sem m.a. getur nýst fyrir starfsmannaíbúðir hótelsins. Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á  Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar.