Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps vegna virkjunar í Tungufljóti
Skipulagsstofnun staðfesti þann 5. apríl 2017 breytingu á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012, sem samþykkt var í sveitarstjórn Bláskógabyggðar 2. mars 2017.
Í breytingunni er gert ráð fyrir allt að 9,9 MW vatnsfallsvirkjun með 8,6 ha miðlunarlóni. Skilgreind eru ný iðnaðarsvæði, I6 fyrir stöðvarhús og I7 fyrir stíflu. Afmörkun vatnsverndarsvæðis norðan stíflu og frístundasvæði F105 hafa verið minnkuð. Gert er ráð fyrir fjórum nýjum efnistökusvæðum í landi Brúar.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Auglýsing um staðfestinguna verður birt í B-deild Stjórnartíðinda innan tíðar og með því öðlast breytingin gildi.
Í kjölfarið verður hægt að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar.