Fréttir


13.4.2023

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar vegna breyttrar landnotkunar í Laugarási

Skipulagsstofnun staðfesti, 13. apríl 2023, breytingu á Aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 sem samþykkt var í sveitarstjórn 1. febrúar 2023.

Í breytingunni felst að fyrirkomulag íbúðarbyggðar Laugaráss er uppfært, landnotkunarflokkar almennt endurskoðaðir, byggðin er þétt og samgöngur bættar. Þéttbýlismörkum er breytt að norðaustanverðu til að ná yfir varúðarsvæði VA4 og einnig mörkum frístundabyggðar F51, vestan við Laugarás. Alls stækkar þéttbýlið úr 169 ha í 172 ha.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.