Fréttir


21.3.2023

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar vegna malarnámu E3 í landi Skálabrekku

Skipulagsstofnun staðfesti 20. mars 2023 óverulega breytingu á Aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 sem samþykkt var í sveitarstjórn 18. janúar 2023.

Í breytingunni felst leiðrétting á skipulagsuppdrætti vegna staðsetningar malarnámu E3, vestan við Þingvallaveg, í landi Skálabrekku.

Málsmeðferð var samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.