Fréttir


19.12.2023

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar vegna nýs afþreyingar- og ferðamannasvæðis og breyttrar afmörkunar verslunar og þjónustu í landi Úthlíðar

Skipulagsstofnun staðfesti, 19. desember 2023, breytingu á Aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 sem samþykkt var í sveitarstjórn 18. október 2023.

Í breytingunni felst að hluta verslunar og þjónustu verður breytt í 4,8 ha afþreyingar- og ferðamannasvæði AF36 þar sem heimild verður fyrir hjólhýsasvæði og tjaldsvæði. Afmörkun verslunar- og þjónustusvæðis VÞ15 stækkar úr 21 í 23,9 ha og byggingarheimildir á reitnum eru uppfærðar en áform eru um byggingu gistiheimilis fyrir allt að 180 gesti og stækkun sundlaugarsvæðis. Þá er hluti frístundabyggðar F78 aðlagaður að þinglýstum lóðamörkum, fer úr 425 í 418 ha.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar og í Skipulagsgátt þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.