Fréttir


10.7.2017

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Blönduósbæjar, skotsvæði, verslunar- og þjónustusvæði og Svínvetningabraut

Skipulagsstofnun staðfesti þann 6. júlí 2017 breytingu á Aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030, sem samþykkt var í sveitarstjórn 11. apríl 2017.

Breytingin felst í því að mörkuð eru skotsvæði (O11) og verslunar- og þjónustusvæði (V1) og að fallið er frá færslu Svínvetningabrautar.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar, þegar hún hefur öðlast gildi.