4.7.2017

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar, Varmaland

Skipulagsstofnun staðfesti þann 4. júlí 2017 breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022, sem samþykkt var í sveitarstjórn 8. júní 2017.

Í breytingunni felst að landnotkun á 6.404 m² hluta af svæði Þ6 þjónustustofnanir (lóð gamla Húsmæðraskólans) á Varmalandi er breytt í svæði fyrir verslun og þjónustu S8 fyrir 60 herbergja hótel.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar, þegar hún hefur öðlast gildi.