Fréttir


26.4.2024

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar vegna Hótels Hamars og golfvallar í landi Hamars

Skipulagsstofnun staðfesti, 24. apríl 2024, breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 sem samþykkt var í sveitarstjórn 14. mars 2024.

Í breytingunni felst um 2 ha stækkun á blandaðri landnotkun (BL3) ásamt því að auka nýtingarhlutfall úr 0,04 í 0,08 við Hótel Hamar í Borgarnesi. Opið svæði ætlað fyrir golfvöll (O16) minnkar að sama skapi. Heimilað verður að auka gistirými m.a. með byggingu gestahúsa.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar og í Skipulagsgátt þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.