Fréttir


6.3.2018

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar, vegna verslunar og þjónustu í landi Húsafells 3

Skipulagsstofnun staðfesti þann 6. mars 2018 breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022, sem samþykkt var í sveitarstjórn 11. janúar 2018.

Í breytingunni felst  að landnotkun á alls 13 ha svæði í Húsafelli 3, er breytt úr frístundabyggð í verslun og þjónustu S9. Um er að ræða hluta af svæði sem skilgreint er sem frístundabyggð F128, sem minnkar sem því nemur.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.