Fréttir


6.6.2023

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps vegna efnistöku í Fjarðará, stækkunar íbúðarbyggðar og nýs athafnasvæðis á Borgarfirði eystri

Skipulagsstofnun staðfesti 6. júní 2023 breytingu á Aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 sem samþykkt var í sveitarstjórn 15. mars 2023.

Í breytingunni er skilgreint nýtt efnistökusvæði B13 í Fjarðará og sett ákvæði um efnismagn fyrir svæðið og einnig fyrir svæði B8. Íbúðarbyggð ÍB1 á Borgarfirði eystri er stækkuð lítillega vegna nýrrar lóðar og svæði BS7 fyrir samfélagsþjónustu er breytt í athafnasvæði BA1 þar sem á svæðinu er dúnvinnsla.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.