Fréttir


  • Bakkagerdi

28.7.2017

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps vegna íbúðarbyggðar í Bakkagerði

Skipulagsstofnun staðfesti þann 27. júlí 2017 breytingu á Aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps sem samþykkt var í hreppsnefnd 6. júní 2017.

Í breytingunni felst að svæði fyrir frístundabyggð við Bakkaveg 2-12 (FB-1) og hluti svæðis fyrir þjónustustofnanir við Desjarmýrarveg (BS-9), verða skilgreind sem íbúðarsvæði. Við breytinguna stækka íbúðarsvæðin ÍB-1 og ÍB-3 og lóðum fjölgar.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar hún hefur öðlast gildi.