Fréttir


7.11.2022

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar vegna breyttrar landnotkunar á Hauganesi

Skipulagsstofnun staðfesti, 7. nóvember 2022, breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 sem samþykkt var í byggðaráði 6. júlí 2022.

Í breytingunni felst breytt afmörkun þeirrar landnotkunar sem fyrir er á Hauganesi, m.a. til stuðnings atvinnulífi, en breytingin tekur til hafnarsvæðis 751-H, nýs afþreyingar- og ferðamannasvæðis 753-AF, íbúðarbyggðar 752-ÍB og 755-ÍB og opins svæðis 754-O. Þéttbýlismörkum Hauganess er breytt til samræmis.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.