Fréttir


27.2.2024

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar vegna Dalvíkurlínu 2

Skipulagsstofnun staðfesti, 26. febrúar 2024, breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 sem samþykkt var í sveitarstjórn 6. júní 2023.

Í breytingunni felst mörkun stefnu um Dalvíkurlínu 2, 66 kV jarðstreng frá tengivirki á Rangárvöllum á Akureyri að tengivirki við Dalvík. Gert er ráð fyrir að jarðstrengurinn liggi að mestu leyti meðfram Ólafsfjarðarvegi (82) og ofan á hann verði lagður göngu- og hjólastígur.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar og í Skipulagsgátt þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.