Fréttir


28.6.2018

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar vegna íþróttasvæðis

Skipulagsstofnun staðfesti þann 26. júní 2018 breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020, sem samþykkt var í sveitarstjórn 15. maí 2018.

Í breytingunni felst að skilgreint er nýtt íþróttasvæði og við það er afmörkun landnotkunarreita 405-Íb, 404-O/S, 402-O/S og 406 A/Íb/V breytt og þeir að hluta endurskilgreindir. Á því svæði sem breytingin nær til verða eftir breytingu til landnotkunarreitirnir íbúðarsvæði 405-Íb, íþróttasvæði 404-Íþ, verslun og þjónusta 406-V og afþreyingar- og ferðamannasvæði 402-AF.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnatíðinda.