Fréttir


8.7.2021

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar, Hrafnagil og efnistökusvæði í Eyjafjarðará

Skipulagsstofnun staðfesti, 8. júlí 2021, breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 sem samþykkt var í sveitarstjórn 8. júlí 2021.

Í breytingunni felst að vegtengingum Hrafnagilshverfis við Eyjafjarðarbraut vestri er breytt og mörkuð er stefna um tvö ný efnistökusvæði í Eyjafjarðará í landi Kropps (E33) og í landi Reykhúsa (E34). Skipulagsákvæðum efnistöku vegna 1. áfanga nýrrar Eyjafjarðarbrautar er breytt.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.