Fréttir


29.6.2023

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar vegna fjölgunar íbúða á ÍB14, Eyrarlandi

Skipulagsstofnun staðfesti 29. júní 2023 óverulega breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 sem samþykkt var í sveitarstjórn 25. maí 2023.

Í breytingunni felst að íbúðum innan íbúðarbyggðar ÍB14 á Eyrarlandi er fjölgað úr 15 í 16. Engin breyting verður á skipulagsuppdrætti og sérákvæði fyrir ÍB14 haldast hin sömu.

Málsmeðferð var óveruleg breyting á aðalskipulagi samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.