Fréttir


  • Skipulagsuppdráttur

31.10.2016

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar vegna göngu- og reiðleiða

Skipulagsstofnun staðfesti þann 7. september 2016 breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025, sem samþykkt var í sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar 18. maí 2016.  

Í breytingunni felst að legu gönguleiðar GL-1 og reiðleiðar HL-1 (héraðsleið) milli Akureyrar og Hrafnagilshverfis er breytt. Leiðirnar færast frá gamla þjóðveginum að Eyjafjarðarbraut vestari og verða að hluta innan veghelgunarsvæðis vestan hennar.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar.