Fréttir


21.11.2023

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Fjallabyggðar vegna stækkunar kirkjugarðs á Saurbæjarási

Skipulagsstofnun staðfesti 21. nóvember 2023 breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 sem samþykkt var í bæjarstjórn 12. október 2023.

Í breytingunni felst stækkun kirkjugarðs, 119 K, á Saurbæjarási sem verður um 6 ha, til að tryggja aðstæður fyrir kistugrafreiti til næstu 20 ára. Áformuð er uppbygging þjónustubyggingar á reitnum. Samhliða nákvæmari afmörkun reitsins er vegur, göngu- og reiðleið löguð að útmörkum hans.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar og í Skipulagsgátt þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.