Fréttir


15.2.2024

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Fjarðabyggðar vegna skógræktar í Fjarðabyggð

Skipulagsstofnun staðfesti 14. febrúar 2024 breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020-2040 sem samþykkt var í bæjarstjórn 25. janúar 2024.

Í breytingunni felst að heimiluð verður allt að 50 ha skógrækt á landbúnaðarsvæðum utan góðs ræktunarlands án breytingar á aðalskipulagi. Þá verður skógrækt á 50 ha eða stærra svæði skilgreind sem skógræktar- og landgræðslusvæði í aðalskipulagi. Önnur skógræktarsvæði undir 50 ha eru ekki færð inn á skipulagsuppdrátt falli þau að ákvæðum um skógrækt á landbúnaðarsvæði.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar og í Skipulagsgátt þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.