11.8.2016

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs, Uppsalir norðan Egilsstaða

 

Skipulagsstofnun staðfesti þann 23. júní 2016 breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs sem samþykkt var í bæjarstjórn 1. júní 2016.

Í breytingunni felst að svæði fyrir íbúðarbyggð, B15 og svæði fyrir frístundabyggð F57 eru sameinuð í íbúðarsvæði, sem verður um 17 ha að stærð og auðkennt sem B15.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt er nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar.