Fréttir


  • Davíðsstaðir

1.9.2021

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs vegna Davíðsstaða

Skipulagsstofnun staðfesti, 31. ágúst 2021, breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 sem samþykkt var í sveitarstjórn Múlaþings 6. júlí 2021.

Breytingin felst í að frístundabyggð (F60) að Hleinagarði II er felld niður. Stærstur hluti svæðisins er þess í stað skilgreindur sem landbúnaðarsvæði þar sem áform eru um skógrækt en einnig eru skilgreind tvö verslunar- og þjónustusvæði (V36 og V37). Heiti jarðarinnar hefur verið breytt í Davíðsstaði.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.