Fréttir


9.4.2019

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshrepps vegna Kröflulínu 3 og efnistökusvæða vegna hennar

Skipulagsstofnun staðfesti, 8. apríl 2019, breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshrepps 2014-2030 sem samþykkt var í sveitarstjórn 15. mars 2019.

Með breytingunni er sett fram stefna sveitarstjórnar um endanlega legu og útfærslu á Kröflulínu 3 auk þess sem fjögur efnistökusvæði (E17, E18, E19 og E20) eru skilgreind á sunnanverðri Fljótsdalsheiði vegna byggingar línunnar.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.