Fréttir


17.2.2023

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Flóahrepps vegna nýrrar íbúðarbyggðar í landi Arnarstaðakots, Skálmholts og Glóru

Skipulagsstofnun staðfesti, 17. febrúar 2023, breytingu á Aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029 sem samþykkt var í sveitarstjórn 30. nóvember 2022.

Í tillögunni felst annars vegar breyting á almennum skipulagsákvæðum um íbúðarbyggð og hins vegar skilgreining á þremur nýjum landnotkunarreitum fyrir íbúðarbyggð, ÍB18 í landi Arnarstaðakots, ÍB19 í landi Skálmholts og ÍB20 í landi Glóru. Til samans eru svæðin um 130 ha að stærð og landbúnaðarland minnkar sem því nemur ásamt frístundabyggð F24, Skálmholtstúni, sem fellur út.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.