Fréttir


6.6.2023

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi fyrrum Fljótsdalshéraðs vegna akstursíþróttasvæðis í Skagafelli, Múlaþingi

Skipulagsstofnun staðfesti, 6. júní 2023, breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 sem samþykkt var í sveitarstjórn 12. apríl 2023.

Í breytingunni felast áform um að koma upp ökugerði og brautum fyrir fjallahjól og vélhjól í Skagafelli. Breyta á landnotkun svæðis sem spannar um 140 ha úr óbyggðu svæði í opið svæði til sérstakra nota. Stefnu gildandi aðalskipulags er breytt m.t.t. þessa.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.