Fréttir


10.5.2023

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi fyrrum Fljótsdalshéraðs vegna efnistökusvæða við Flatir og Hlíðarhús, Múlaþingi

Skipulagsstofnun staðfesti 9. maí 2023 óverulega breytingu á Aðalskipulagi fyrrum Fljótsdalshéraðs 2008-2028 sem samþykkt var í sveitarstjórn 15. mars 2023.

Í breytingunni felst heimild fyrir grjótnámi á tveimur stöðum vegna viðhalds vega, annars vegar að Flötum við Mjóafjarðarveg og hins vegar í landi Hlíðarhúsa í Jökulsárhlíð. Gert er ráð fyrir efnistöku í áföngum, allt að 10.000 m3 að Flötum og 4.000 m3 í Hlíðarhúsum, hvort um sig á svæði sem er um eða innan við 1 ha.

Málsmeðferð var óveruleg breyting á aðalskipulagi samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.