Fréttir


12.10.2017

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar, Heiðmörk og Sandahlíð

Skipulagsstofnun staðfesti þann 12. október 2017 breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2004-2016, sem samþykkt var í bæjarstjórn Garðabæjar 18. maí 2017.

Breytingin felst í því að hluti lands innan Heiðmerkur í Garðabæ verður opið svæði til sérstakra nota í stað óbyggðs svæðis. Legu stíga, reiðleiða, línuvegar og Heiðmerkurvegar verður breytt að hluta og mörk vatnsverndar verða uppfærð auk þess sem gert er ráð fyrir útilífsmiðstöð.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagið í Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar, þegar hún hefur öðlast gildi.