Fréttir


29.4.2024

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps vegna nýs verslunar- og þjónustusvæðis og íþróttasvæðis við Minni-Borg í Grímsnesi

Skipulagsstofnun staðfesti, 29. apríl 2024, breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032 sem samþykkt var í sveitarstjórn 18. desember 2023.

Í breytingunni felst að skilgreint er um 3 ha verslunar og þjónustusvæði (VÞ20) fyrir gistiþjónustu með allt að 120 gistirúmum og íþróttasvæði ÍÞ5 (golfvöllur) minnkar samsvarandi. Þá er skilgreint um 4,6 ha íþróttasvæði (ÍÞ6) fyrir hesthús og reiðhöll og landbúnaðarsvæði (L3) minnkar sem því nemur.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar og í Skipulagsgátt þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.