Fréttir


  • Þéttbýlið Borg

27.9.2021

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps vegna þéttbýlisins að Borg, landnotkun norðan Biskupstungnabrautar

Skipulagsstofnun staðfesti 23. september 2021 breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 sem samþykkt var í sveitarstjórn 1. september 2021.

Í breytingunni felst að íbúðarbyggð (ÍB2) í þéttbýlinu að Borg er breytt í útivistarsvæði (Ú7) og landbúnaðarsvæði. Blönduð byggð (A1/ÍB3) fellur að hluta undir ÍB1 en hluti svæðis verður athafnasvæði (A1). ÍB4 stækkar, skilgreint er nýtt afþreyingar- og ferðamannavæði (AF1) fyrir tjaldsvæðið og sett skýrari skipulagsákvæði fyrir landnotkunar­flokka. Legu fyrirhugaðra gatna innan þéttbýlisins er breytt.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.