Fréttir


  • Loftmynd af hverfi í Grindavík

9.8.2023

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Grindavíkur 2018-2032 vegna íbúðabyggðar ÍB3 við Hraun og Vör

Skipulagsstofnun staðfesti 8. ágúst 2023, breytingu á Aðalskipulagi Grindavíkur 2018-2032 sem samþykkt var í bæjarráði 14. júlí 2023.

Í breytingunni felst að heimilaðar verða sjö íbúðir í par- og raðhúsum á íbúðarsvæði ÍB3 við Hraun og Vör, til viðbótar við þegar tilgreinda þéttingarreiti innan íbúðarbyggðarinnar.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.