Fréttir


8.11.2022

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar vegna nýs hreinsivirkis og frárennslis, göngu- og hjólreiðastíga og stækkun golfvallar

Skipulagsstofnun staðfesti, 8. nóvember 2022, breytingu á Aðalskipulagi Grindavíkur 2018-2031, sem samþykkt var í bæjarstjórn 17. ágúst 2022.

Í breytingunni felst að fyrirhuguð hreinsistöð á Hópsnesi er færð til austurs inn á hafnarsvæði H2 og frárennsli frá henni fer til suðurs meðfram vegi á Hópsnesi og þaðan út í sjó. Íþróttasvæði ÍÞ2 er stækkað til austurs í samræmi við núverandi golfvöll og jafnframt er stækkun fyrirhuguð til vesturs norðan vegar. Göngu- og hjólreiðastígur er jafnframt framlengdur meðfram Nesvegi að Grindavíkurvegi.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.